Fiskverðssamningur

| Print |

http://verdlagsstofa.is/images/fiskverdssamningur.gifFiskverðssamningur milli áhafnar og útgerðar, form VSS

Fiskverðssamningur milli áhafnar og útgerðar, form VSS pdf

Verðlagsstofa skiptaverðs tók til starfa árið 1998 þegar sett voru lög nr. 13/1998 um Verðlagsstofu og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna en þau eiga að tryggja opinbert eftirlit á uppgjöri á aflahlut sjómanna og að það sé í samræmi við gildandi fiskverð og fiskverðssamninga. Stofnunin á að birta reglulega upplýsingar um fiskverð og á það að vera í samræmi við tiltekin markmið varðandi verðlagningu á fiski í beinum viðskiptum.

Til þess að þetta nái fram að ganga þarf útgerð skips að senda alla samninga um fiskverð sem gerðir eru milli áhafnar og útgerðar til Verðlagsstofu. Frá árinu 1998 hefur stofnunin haft eftirlit með samningum vegna báta og skipa frá 12 brúttórúmlestum eða stærri en frá og með síðan frá 1. janúar 2008 er útgerðum báta sem eru undir 12 brúttórúmlestum einnig skylt að senda Verðlagsstofu fiskverðssamninga eða staðfestingu um að eigendur séu einir að róa. Eigendur teljast þeir sem skráðir eru fyrir viðkomandi bát, einstaklingur eða eigandi/eigendur félags. Með öðrum orðum starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs tekur til allra skipa og báta sem stunda fiskveiðar. Staðfestur fiskverðssamningur milli útgerðar og áhafnar eða staðfesting um að eigendur rói einir þarf að liggja fyrir hjá Verðlagsstofu áður en Fiskistofa getur fært aflamark á skip sbr. 3. mgr. 15 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ef ekki hefur nú þegar verið sendur inn samningur þá er eyðublað fyrir fiskverðssamning undir tenglinum hér fyrir ofan.

ATHUGIÐ ef ekki er allt fyllt út sem beðið er um á samningnum þá mun Verðlagsstofa ekki samþykkja hann.

Bestu kveðjur
f.h. Verðlagsstofu skiptaverðs
Gunnar H. Sigurðsson

Go up