Nýtt viðmiðunarverð 3. desember 2019 | Print |

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. desember 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:

Slægður þorskur hækkar um 2%

Óslægður þorskur hækkar um 2%

Slægð ýsa helst óbreytt

Óslægð ýsa lækkar um 1%

Karfi helst óbreyttur

Ufsi hækkar um 1,4%

Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 3. desember 2019.

Allar verðtöflur

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.

 

 

Nýtt viðmiðunarverð 5. nóvember 2019 | Print |

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. nóvember 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:

Slægður þorskur hækkar um 8%

Óslægður þorskur hækkar um 8%

Slægð ýsa hækkar um 8,7%

Karfi hækkar um 4%

Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 5. nóvember 2019.

Allar verðtöflur

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.

Nýtt viðmiðunarverð 3. september 2019 | Print |

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. september 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:

Óslægður þorskur hækkar um 5%

Óslægð ýsa hækkar um 5%

Ufsi hækkar um 3,5%

Karfi hækkar um 4,5%

Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 3. september 2019.

Allar verðtöflur

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.

 

Viðmiðunarverð óbreytt í október 2019 | Print |

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. október 2019, var ákveðið að viðmiðunarverð skv. kjarasamningum yrði óbreytt miðað við ákvörðun frá 3. september 2019.

Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

 

Makríll - Hráefni og afurðir - Verðsamanburður milli Íslands og Noregs | Print |

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið saman hráefnisverð og afurðaverð fyrir makríl á Íslandi og Noregi fyrir árin 2012-2018. Verðupplýsingar makríls á Íslandi eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum innsendum af aflakaupa til Fiskistofu. Aðeins eru notaðar upplýsingar frá fyrirtækjum á Íslandi sem kaupa afla (hráefni) í beinum viðskiptum af innlendum skipum og reka landvinnslu og bræðslu.

Eftirfarandi verðupplýsingar fyrir makríl í Noregi byggjast á upplýsingum frá Norges Sildesalgslag og eiga við um norsk skip sem landa makríl til frekari vinnslu eða bræðslu í Noregi. Meðalgengi Seðlabanka Íslands (miðgengi) NOK/ISK er notað til að skipta yfir í íslenskar krónur.

Í meðfylgjandi slóð er hægt að skoða verðsamanburðinn milli landanna tveggja.

 

Makríll - Hráefni og afurðir

Fylgiskjal

 

 

Go up