Nýtt viðmiðunarverð á ufsa 1. sept 2012 Print

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS) þann 30. ágúst 2012 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa um 5%, þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi frá og með 1. september 2012.

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. laga nr. 13/1998.

Allar verðtöflur í Excel.
Að gefnu tilefni – um hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs Print

Að gefnu tilefni vill Verðlagsstofa skiptaverðs ítreka og undirstrika að stofan ákveður ekki fiskverð. Skýrt er kveðið á um hlutverk stofunnar í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna með síðari breytingum en þar segir:

„Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs er að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum.“

Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir jafnframt:

„Hafi samtök útvegsmanna og sjómanna gert með sér samkomulag um tiltekin markmið um viðmið varðandi verðlagningu á fiski við uppgjör á aflahlut sjómanna á gildistíma kjarasamnings eða ákvarðanir um slíkt hafa verið teknar með öðrum skuldbindandi hætti skulu Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sbr. II. kafla, stuðla að því með störfum sínum og úrskurðum að þau markmið nái fram að ganga.

Samtök útvegsmanna og sjómanna, (LÍÚ og LS) og (FFSÍ, SSÍ og VM), koma að jafnaði saman í byrjun mánaðar og taka ákvörðun um viðmiðunarverð (lágmarksverð) á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Verðlagsstofa vinnur úr opinberum gögnum við fyrirliggjandi verðlíkan (spálíkan) sem samtökin nota við verðákvörðun sína hverju sinni. Verðlagsstofa skiptaverðs kemur ekki að verðákvörðunum hjá samtökunum og hefur aldrei gert, hins vegar er stofan birtingaraðili viðmiðunarverðs.

Fiskverðssamningar Print

Fram kemur í 4. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu og úrskurðarnefnd að útgerð skips sé skylt að senda stofunni án tafar alla samninga um fiskverð sem gerðir eru á milli útgerðar og áhafnar.

Beiðni um nýjan fiskverðssamning

Talsvert hefur borið á því að útgerðir sendi til stofunnar fiskverðssamninga sem gerðir eru á milli útgerðar og áhafnar þar sem kveðið er á um að verðfella megi þorsk, ýsu, ufsa og karfa um allt að 25% uppfylli fiskurinn ekki gæðaviðmið fyrirtækisins.Verðlagsstofa lítur svo á að það verð sem hagsmunasamtök sjómanna og útvegsmanna koma sér saman um og kallað hefur verið viðmiðunarverð, sé í eðli sínu lágmarksverð og þ.a.l. ekki leyfilegt að lækka uppgjörsverðið frá því verði.

Í ljósi ofangreinds er stofan þessa dagana að kalla eftir nýjum fiskverðssamningum frá þeim útgerðum sem gert hafa með sér slíka samninga.

Verðlagsstofa bendir á að samningur milli útgerðar og áhafnar um fiskverð skal liggja fyrir hjá stofunni. Fiskverðssamningur skal taka til allra þeirra fisktegunda sem veiddar eru á hverjum tíma og ráðstafað er í svokallaðri beinni sölu, einnig skal tekið fram ef afli er seldur á markaði. Í tilefni af framsali aflamarks skv. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, skal Verðlagsstofa staðfesta við Fiskistofu að fyrir liggi samningur útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum sem fullnægja kröfum laga, sbr. 6. gr. a laga nr. 13/1998.

Nýtt viðmiðunarverð 1. júní 2012 Print

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS) þann 01. júní 2012 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa um 5%, þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi frá og með 1. júní 2012.

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. laga nr. 13/1998.

Allar verðtöflur í Excel.

Nýtt viðmiðunarverð 1. mars 2012 Print

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS) þann 29. febrúar 2012 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski um 7%, lækka viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu um 5% og jafnframt var gert nýtt samkomulag um viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa, þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi frá og með 1. mars 2012.

Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. laga nr. 13/1998.

Allar verðtöflur í Excel.

Go up