Ábending til útgerða sem selja afla í svokölluðum „beinum viðskiptum á markað“
21. mar 2014
Ábending til útgerða sem selja afla í svokölluðum „beinum viðskiptum á markað“
Talsvert hefur borið á því að undanförnu að útgerðir selja afla til óskyldra aðila í svokallaðri „beinni sölu á markað". Þegar Verðlagsstofa hefur leitað eftir skýringu á þessu fyrirkomulagi hefur svarið oft og tíðum verið að útgerðir séu að tryggja sér greiðslu fyrir aflann. Verðlagsstofa vill benda útgerðum á að ekki er heimilt að draga frá uppboðskostnað af afla sem ráðstafað er með slíkum hætti, enda ekki um uppboð að ræða.