Fara í efni

Makríll - Hráefni og afurðir - Verðsamanburður milli Íslands og Noregs

Makríll - Hráefni og afurðir - Verðsamanburður milli Íslands og Noregs

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið saman hráefnisverð og afurðaverð fyrir makríl á Íslandi og Noregi fyrir árin 2012-2018. Verðupplýsingar makríls á Íslandi eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum innsendum af aflakaupa til Fiskistofu. Aðeins eru notaðar upplýsingar frá fyrirtækjum á Íslandi sem kaupa afla (hráefni) í beinum viðskiptum af innlendum skipum og reka landvinnslu og bræðslu.

Eftirfarandi verðupplýsingar fyrir makríl í Noregi byggjast á upplýsingum frá Norges Sildesalgslag og eiga við um norsk skip sem landa makríl til frekari vinnslu eða bræðslu í Noregi. Meðalgengi Seðlabanka Íslands (miðgengi) NOK/ISK er notað til að skipta yfir í íslenskar krónur. Í meðfylgjandi slóð er hægt að skoða verðsamanburðinn milli landanna tveggja.

Í meðfylgjandi slóð er hægt að skoða verðsamanburðinn milli landanna tveggja.

Makríll - Hráefni og afurðir

Fylgiskjal