Nýtt mælaborð afurðaverðs
02. feb 2023
Nýtt mælaborð afurðaverðs
Vakin er athygli á nýju mælaborði á heimasíðu Verðlagsstofu, sem finna má undir "Fiskverð". Um er að ræða upplýsingar um afurðaverð, sem byggðar eru á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um útflutning á fiskafurðum frá Íslandi.
Upplýsingarnar eru uppfærðar einu sinni í mánuði, u.þ.b. einum mánuði eftir lok hvers tímabils. Notast er við daglegt miðgengi við umreikning úr erlendum fjárhæðum í íslenskar krónur. Verðmæti miðast við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi (e. FOB, Free On Board).
Mælaborðið er í þróun og því er ætlað að vera notendavænt. Verðlagsstofa fagnar því öllum ábendingum og fyrirspurnum, t.d. á netfangið verdlagsstofa@verdlagsstofa.is.