Nýtt viðmiðunarverð 6. september 2017
Nýtt viðmiðunarverð 6. september 2017
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6. september 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
- Slægður þorskur hækkar um 3,0%
- Óslægður þorskur hækkar um 3,0%
- Slægð ýsa hækkar um 2,0%
- Óslægð ýsa helst óbreytt
- Karfi hækkar um 3,0%
- Ufsi hækkar um 2,6%
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 6. september 2017.
Að þessu sinni er breyting viðmiðunarverðs aðlöguð miðað við afurðaverðsvísitölur frá Hagstofu Íslands. Miðað er við að hlutfall á milli vísitölu fiskverðsmarkmiðs og vísitölu afurðaverðs víki ekki meira en sem nemur tilteknum gildum frá upphafsstöðu tímabils, samkvæmt kjarasamningi. Því gripu varnirnar, þ.e. viðmiðunin við afurðarverðið, inn í og því hækkar viðmiðunarverðið í stað þess að lækka. Frekari upplýsingar er að finna undir eldri verð.
Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.