Nýtt viðmiðunarverð 1. mars 2013
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSí, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS), sem haldinn var 1. mars 2013 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum og óslægðum þorski að meðaltali um 10%. Einnig var ákveðið að lækka undirmál á slægðum þorski um 13,7% og óslægðum þorski um 14,3%. Jafnframt var ákveðið að setja núllpunkt í 5,5 kg í slægðum þorski og 6,5 kg í óslægðum. Einnig var ákveðið að lækka verð á óslægðri ýsu og karfa um 10% en hækka verðið á ufsa um 3%. Breytingin tekur gildi 1. mars 2013.
25. feb 2013
Lesa meira